Vélaplast

Velaplast_PE_POM_Fast

Vélaplast

Fást býður upp á  plastplötur, plastöxla og plastleiðara í svörtu og hvítu en hægt er að sérpanta efnin í ýmsum litum.

Pólýetýlen (PE)

Polýetýlen (Polyethylene) er seigt slitsterkt plastefni með lágan viðnámsstuðul og litla vökvadrægni. Efnið er matvælaviðurkennt og er því eitt algengasta plastefni sem notað er við matvælavinnslu í heiminum.

Asetalplast (POM)

Pom (Polyacetal) er hart og sterkt plastefni sem hefur gott álags, veðrunar og þreytuþol. Það hefur litla vatnsdrægni og heldur vel málum. Efnaþol er mikið og er efnið því vinsælt í ýmiskonar vélahluta þar sem oíur, feiti og álag fer saman.

Nylon (PA)

Nylon (polýamíð) er hart efni með mjög gott þreytu og höggþol. Þá hefur það gott efnaþol gagnvart ýmsum leysiefnum, svo sem olíum og bensíni. Einnig er til Nylon, þar sem olíu er blandað í efnið til að auka smureiginleika þess.

Teflon (PTFE)

Teflon er mjög hitaþolið plastefni. Það hefur gott efnaþol og litla viðloðun. Sökum eiginleika efnisins er það notað þar sem yfirborðshiti er mikill.

Skoða vörulista yfir plastplötur (pdf 171 kb)

Skoða vörulista yfir plastöxla (pdf 156kb)

Skoða vörulista yfir plastleiðara (pdf 157 kb)

Vagnhjól

Blickle Vagnhjól

Þýska fyrirtækið Blickle er eitt af stærstu framleiðendum vagnhjóla í heiminum. Fyrirtækið er þekkt fyrir vandaða og trausta vöru. Fjölbreytilegt úrval tryggir að í flestum tilfellum er hægt að finna hentug hjól fyrir þarfir viðskiptavina. Blickle framleiðir yfir 30.000 tegundir hjóla og festinga sem bera á milli 15 til 50.000 kíló hvert.

Sjá vörulista yfir Blickle vagnhjól (pdf 928 kb)

Ásamt þeim vagnhjólum sem eru birt hér að ofan, getum við sérpantað vagnhjól frá Blickle, en allan vörulista Blickle má finna HÉR

Fást lagervara

Þetta eru þær vörur sem Fást sérsmíðar og eru til á lager. Meðal þeirra er plexí bæklingastandur, klemmustandur, nafnspjaldastandur, klemmu- og bæklingastandar í panel, póstkassar, fréttablaðskassi, plattahaldari, ísforms standur, vörubakkar, skurðabretti, parket klossar, glerspaði o.fl.

Hægt er að sérpanta lagervöru Fást í öðrum stærðum og gerðum.

Sjá vörulista um lagervöru (pdf 1 MB)

Plexígler

Plexígler

Plexígler / akrilplast (PMMA) er mjög stíft og nokkuð stökkt efni. Það er létt og sterkt, með eitt besta rispu og veðrunarþol sem þessi gegnsæju plastefni bjóða upp á. Í styrkleika má ætla að plexigler sé u.þ.b. 3-4 sinnum sterkara en sambærilegt gler. Fást býður upp á plexigler í magskonar litum einnig bjóðum við upp á plexi rör og plexi öxla.

Polycarbonate

Polycarbonate (PC) hefur frábært höggþol og gott hitaþol , það heldur vel málum, hefur fallega yfirborðsáferð og er góð rafeinangrun. Polycarbonate er kaldbeygjanlegt og nærir ekki eld. Efnið er þekkt undir ýmsum nöfnum svo sem „makralon“ og „lexan“.

PET

PET er sterkt plastefni. Gegndrægni súrefnis og kolsýru í gegnum efnið er tiltölulega lítið. Því er PET langmest notað í umbúðaiðnaðinum sem í gosdrykkja- og vatnsflöskur. Efnið er kaldbeygjanlegt.

Skoða vörulista yfir plexigler, PC og pet plötur (pdf 96 kb)

Skoða vörulista yfir plexigler og PC öxlar og rör (pdf 246 kb)

Skoða vörulista yfir plexigler fylgihlutir (pdf 259 kb)