Færibandavörur

Fást_Íhlutir_í_færiband

Færibandavörur

Fjölbreytt úrval íhluta til notkunnar við færibandasmíði. Vörurnar eru margreyndar og gerðar úr efnum sem viðurkennd eru til matvælavinnslu.

Plastkeðjur

Plastkeðjur frá Rexnord (Table Top) eru gerðar úr Poly Acetal (POM) og eru til í mismunandi breiddum. Þær eru mest notaðar við flutning á drykkjarvörum og dósum. Hvort tveggja eru þær fáanlegar sem beinar keðjur og keðjur fyrir beygjur.

Vörulisti yfir plastkeðjur (552pdf)

Rúllur/rúlluendi

Snúningshjól frá Okatek henta í öllum iðnaði þar sem vöru þarf að meðhöndla og snúa í allar áttir, á þægilegan og öruggan hátt.

Rúlluendi frá Okatek er gerður fyrir rör 50 mm að utanmáli og 44 mm innanmáli. Hann leikur  á legupinna sem festur er í hliðar rúllubandsins. Rúlluendinn er lokaður þannig að vatn kemst ekki inn í rúlluna (rörið).

Peko rúllur hafa verið notaðar í rúllufæribönd um langt árabil. Þær eru 50 mm í þvermál, með 8 mm gati.

Vörulisti yfir rúllur (246df)

Íhlutir í færibönd

Úrval íhluta sem koma að góðum notum við færibandasmíði.

Vörulisti yfir íhlutir í færibönd (432pdf)

Legur/Færibandalegur

Færibandalegur frá Rexnord/Marbet eru sterkar og endingargóðar, margreyndar við erfiðustu skilirði. Færibandalegurnar eru til í mörgum stærðum og gerðum.

Vörulisti yfir legur (293pdf )

Leiðarar

PE- 1000 (UHMW)  er eitt besta slitleiðaraefnið sem notað er í færibönd. Það gildir einu hvort um er að ræða stálbönd eða plastbönd. Leiðararnir eru af ýmsum tegundum stærðum og þykktum.

Vörulisti yfir leiðara (pdf 132 kb)