Vélaplast

Velaplast_PE_POM_Fast

Vélaplast

Fást býður upp á  plastplötur, plastöxla og plastleiðara í svörtu og hvítu en hægt er að sérpanta efnin í ýmsum litum.

Pólýetýlen (PE)

Polýetýlen (Polyethylene) er seigt slitsterkt plastefni með lágan viðnámsstuðul og litla vökvadrægni. Efnið er matvælaviðurkennt og er því eitt algengasta plastefni sem notað er við matvælavinnslu í heiminum.

Asetalplast (POM)

Pom (Polyacetal) er hart og sterkt plastefni sem hefur gott álags, veðrunar og þreytuþol. Það hefur litla vatnsdrægni og heldur vel málum. Efnaþol er mikið og er efnið því vinsælt í ýmiskonar vélahluta þar sem oíur, feiti og álag fer saman.

Nylon (PA)

Nylon (polýamíð) er hart efni með mjög gott þreytu og höggþol. Þá hefur það gott efnaþol gagnvart ýmsum leysiefnum, svo sem olíum og bensíni. Einnig er til Nylon, þar sem olíu er blandað í efnið til að auka smureiginleika þess.

Teflon (PTFE)

Teflon er mjög hitaþolið plastefni. Það hefur gott efnaþol og litla viðloðun. Sökum eiginleika efnisins er það notað þar sem yfirborðshiti er mikill.

Skoða vörulista yfir plastplötur (pdf 171 kb)

Skoða vörulista yfir plastöxla (pdf 156kb)

Skoða vörulista yfir plastleiðara (pdf 157 kb)