Drifkeðjur

Fast_Drifkedjur_Kedjur

Drifkeðjur

Drifkeðjur frá Sedis eru traustar og endingagóðar. Þekking og framleiðsluferli Sedis ásamt því að eingöngu er notað viðurkennt stál í keðjurnar tryggir að varan stenst fyllilega allar þær kröfur og staðla sem nauðsynlegir eru. Sedis er eitt af  traustustu framleiðendunum á drifkeðjumarkaðinum, þekktir fyrir góða vöru á góðu verði.

Ryðfríar keðjur

Allir keðjuhlutir eru úr ryðfríu stáli. Notkun er helst þar sem raki og selta geta haft áhrif.

Svartar keðjur

Svört Sedis keðja er traust og endingargóð. Hún er með gott slitþol og gott viðnám gegn toglengingu. Allar svartar keðjur frá Sedis eru með (Delta pinna) sem tryggir aukin gæði hennar.

AC húðaðar keðjur

Húðaðar keðjur frá Sedis eru einstaklega sterk og endingargóð vara. Keðjuhlutarnir eru húðaðir með krómi og zinki við mjög háan hita áður en þeim er raðað saman. Sérstakir pinnar (Delta Pin) tryggja síðan endanleg gæði keðjunnar. Húðuð keðja er aðallega notuð við erfiðar aðstæður t.d. raka þar sem ending og slitstyrkur þurfa að fara saman.

Sjá vörulista yfir drifkeðjur(pdf 123kb)