Um Fást

Fást ehf. var stofnað árið 1988. Starfsmannafjöldi nú er sjö starfsmenn. Fást starfar við ráðgjöf, hönnun, sölu og framleiðslu á plexígleri og vélaplasti. Þá býður fyrirtækið einnig upp á ýmsa íhluti í tæki og tól til iðnaðar eins og t.d drifkeðjur, vagnhjól, stillifætur og margt fleira.

Í júlí 2021 keypti Signa ehf rekstur félagsins. Frá og með þeim tíma er sameiginlegt fyrirtæki með 25 starfsmenn en starfstöðvar á Bæjarflöt 19-O og Axarhöfða 14.