Plexígler

Plexígler

Plexígler / akrilplast (PMMA) er mjög stíft og nokkuð stökkt efni. Það er létt og sterkt, með eitt besta rispu og veðrunarþol sem þessi gegnsæju plastefni bjóða upp á. Í styrkleika má ætla að plexigler sé u.þ.b. 3-4 sinnum sterkara en sambærilegt gler. Fást býður upp á plexigler í magskonar litum einnig bjóðum við upp á plexi rör og plexi öxla.

Polycarbonate

Polycarbonate (PC) hefur frábært höggþol og gott hitaþol , það heldur vel málum, hefur fallega yfirborðsáferð og er góð rafeinangrun. Polycarbonate er kaldbeygjanlegt og nærir ekki eld. Efnið er þekkt undir ýmsum nöfnum svo sem „makralon“ og „lexan“.

PET

PET er sterkt plastefni. Gegndrægni súrefnis og kolsýru í gegnum efnið er tiltölulega lítið. Því er PET langmest notað í umbúðaiðnaðinum sem í gosdrykkja- og vatnsflöskur. Efnið er kaldbeygjanlegt.

Skoða vörulista yfir plexigler, PC og pet plötur (pdf 96 kb)

Skoða vörulista yfir plexigler og PC öxlar og rör (pdf 246 kb)

Skoða vörulista yfir plexigler fylgihlutir (pdf 259 kb)