Snittteinar, lamir, handföng og fleira

Fast_plastsnitteinar_lamir_handfang.

Snittteinar, rær og skinnur

Snittteinarnir, rærnar og skinnurnar eru gerðar úr nyloni sem er mjög sterkt og endingargott efni. Þar sem skilja þarf að fleti vegna raf- eða efnisleiðni er plast afar hentugt efni. Það leiðir illa og ryðgar ekki.

Skoða vörulista um snitteina, rær og skinnur (pdf 87 kb)

Lamir, handfang og hurðaloka

Lamirnar eru gerðar úr nyloni með ryðfríum pinna. Þær eru því mjög sterkar og veðurþolnar. Handfangið og hurðalokan eru einnig úr nyloni.

Skoða vörulista um lamir, handfang og hurðaloka (pdf 222 kb) 

Plaststrimlar

Mjúkt PVC strimlaplast er mikið notað til að skilja að mismunandi rými. Þar má nefna hurðagöt í kælum og frystiklefum. Þá er það einig mjög algengt til ýmisa nota í lagerhúnæðum.

Froðueyðir

Froðueyðir FDK er áhrifaríkt efni sem þróað hefur verið til notkunnar í matvælavinnslu, til að halda í skefjum froðumyndun. Efnið er einfalt í meðhöndlun og er matvælaviðurkennt.

 Skoða vörulista um plaststrimla og froðueyði (pdf 95 kb)